Fara beint í efnið

11. janúar 2023

Upplýsingar um vegabréf á Mínum síðum á Ísland.is

Aukin þægindi við að nálgast upplýsingar um vegabréf

Vegabréf

Nú getur þú séð upplýsingar um vegabréfið þitt og barna í þinni forsjá undir skírteini á Mínum síðum á Ísland.is.

Þar birtast almennar upplýsingar eins og nafn, kyn, númer vegabréfs og gildistími þess. Þetta mun auðvelda fólki að nálgast upplýsingar úr sínu vegabréfi eða barna í sinni forsjá t.d. þegar á að bóka á flug. Áfram þarf að vera með vegabréf sitt meðferðis á ferðalögum erlendis og ekki hægt að nota sem upplýsingarnar á Mínum síðum sem skilríki.

Síðar á árinu verður hægt að sækja um vegabréf og ganga frá greiðslu á Ísland.is áður en farið er í myndatöku hjá sýslumanni. Einnig verður hægt að staðfesta forsjá með rafrænum hætti milli forsjáraðila. Í þessu felast aukin þægindi fyrir forsjáraðila sem búa t.d. í sitthvorum landshluta eða af öðrum ástæðum geta ekki báðir komið á umsóknarstað með barni sínu.

Sömuleiðis er unnið að því að því að birta upplýsingar um vegabréf í Ísland.is appinu og verður það kynnt sérstaklega þegar það er klárt.