21. febrúar 2018
21. febrúar 2018
Þessi frétt er meira en árs gömul
Vatnselgur á höfuðborgarsvæðinu
Mikill vatnselgur er á götum á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið, björgunarsveitir og sveitarfélög eru að vinna í að losa um vatnið, hreinsa frá niðurföllum og dæla vatni burt, en það tekur tíma. Við biðjum vegfarendur að fara mjög gætilega, en margir hafa lent í að drepa á bílum í djúpu vatni með tilheyrandi vandamálum.