Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

6. september 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Varað við vatnavöxtum á Suðurlandi

Lögreglan á Hvolsvelli vill vara ferðamenn við miklum vatnavöxtum í ám á Þórsmerkurleið, einnig á öðrum fjallvegum í umdæminu þar sem miklar rigningar hafa staðið yfir undanfarna daga.

Meðfylgjandi ljósmynd var tekin nú fyrr í dag við Steinsholtsá á Þórsmerkurleið þar sem jeppabifreið stöðvaði í ánni vegna vatnavaxta.

Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli aðstoðaði við björgunina og dró bifreiðina á land.