Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. október 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Varað við símtölum og boðum um bankaþjónustu

Ríkislögreglustjóra er kunnugt um að almenningi hér á landi hafi borist símtöl erlendis frá þar sem fólki er boðið að leggja fjármuni sína inn á bankareikninga í útlöndum.

Vitað er að í einu tilviki, hið minnsta, barst símtalið frá óskráðu GSM-símanúmeri í Danmörku. Í því tifelli kynnti viðkomandi sig sem starfsmann tiltekinnar bankastofnunar í Danmörku.

Ríkislögreglustjóri hvetur fólk til að vera á varðbergi berist því slík símtöl.