24. september 2008
24. september 2008
Þessi frétt er meira en árs gömul
Varað við miklum vatnavöxtum í ám á Suðurlandi
Lögreglan á Hvolsvelli varar við miklum vatnavöxtum í ám á hálendi innan umdæmisins. Skv. upplýsingum frá Vatnamælingum nú í morgun eru ár á Þórsmerkurleið ófærar.
Þeir sem eiga erindi inn á þessar slóðir er bent á að hafa samband við Vegagerðina eða lögreglu vegna upplýsinga um færð.
Lögreglan hefur það sem af er þessari viku aðstoðað nokkra ökumenn sem fest hafa bifreiðar sínar í ám. Slík ferðalög eru hættuleg og eru einungis á færi kunnáttumanna á vel útbúnum jeppum.