Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

27. júlí 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Varað við fölsuðum evrum

Lögreglan í Reykjavík varar við útlendingi sem virðist reyna að koma fölsuðum evrum í umferð. Þetta er lágvaxinn karlmaður sem talar bjagaða ensku. Hann er dökkur yfirlitum og er líklega með gleraugu. Til hans sást við BSÍ í Reykjavík og í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði.

Vitað er um eitt tilfelli þar sem maðurinn bauð evrur sem greiðslu fyrir bifreið en af þeim kaupum varð ekki. Fólk sem tekur við evrum sem greiðslu fyrir viðskipti er hvatt til að athuga vel útlit þeirra seðla.