3. október 2007
3. október 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Valdemar Guðmundsson kveður lögregluna
Valdemar Guðmundsson varðstjóri er hættur störfum í lögreglunni. Hann hætti störfum í sumar en ekki tókst að ná öllum samstarfsmönnum hans saman fyrr en núna í dag. Valdemar hefur starfað í lögreglunni í 34 ár, nánast upp á dag. Lögreglustjóri fór yfir starfsferil hans í ræðu sinni og minntist þar á að hann hefði verið sérlega farsæll í starfi, um leið og hún þakkaði honum fyrir þau vel unnu störf hans. Lögreglustjóri afhenti honum bókargjöf frá embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum og bauð upp á kaffi og kruðerí.