21. júní 2005
21. júní 2005
Þessi frétt er meira en árs gömul
Útskrift úr stjórnunarnámi Lögregluskóla ríkisins
Þann 16. júní síðastliðinn útskrifuðust 23 nemendur (lögreglumenn og lögreglustjórar) frá stjórnunarnámi Lögregluskóla ríkisins í samvinnu Endurmenntun Háskóla Íslands. Áður höfðu 42 stjórnendur lokið þessu námi. Nú eru 29 nemar í fornámi fyrir haustið þegar næsta námstímabil hefst. Myndirnar voru teknar af útskriftinni.
Þrír efstu, allir með 8,8 í meðaleinkunn, voru Hlynur Snorrason lögreglufulltrúi á Ísafirði og lögreglufulltrúarnir Gylfi Gylfason og Hálfdán Daðason, báðir hjá ríkislögreglustjóra. Þeir hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.
Þrír efstu, allir með 8,8 í meðaleinkunn, voru Hlynur Snorrason lögreglufulltrúi á Ísafirði og lögreglufulltrúarnir Gylfi Gylfason og Hálfdán Daðason, báðir hjá ríkislögreglustjóra. Þeir hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.