29. október 2015
29. október 2015
Þessi frétt er meira en árs gömul
Útkall í Síðumúla
Um hádegisbil barst tilkynning um eiturefnaleka í húsi við Síðumúla í Reykjavík og brugðust lögregla og slökkvilið hratt við og héldu þegar á vettvang. Sem betur fer reyndist ekki um eiturefnaleka að ræða heldur mátti rekja óþægindi nærstaddra til þess að gólf á staðnum hafði verið málað með Epoxy-lakki kvöldinu áður.