7. febrúar 2023
7. febrúar 2023
Úthlutað 19 milljónir í rannsóknarstyrk
Björn Gunnarsson, dósent við Heilbrigðisvísindastofnun HA og yfirlæknir sjúkraflugs við Sjúkrahúsið á Akureyri, fékk nýverið úthlutað 19 milljón króna í rannsóknarstyrk frá Rannís fyrir rannsóknaverkefni sitt.
Tilgangur rannsóknarinnar er að finna góðar og sanngjarnar staðsetningar fyrir þyrlur til sjúkraflutninga á Íslandi (sérstakar sjúkraþyrlur og/eða björgunarþyrlur sem líka eru notaðar til sjúkraflutninga). Framkvæmd verður aðgerðargreining, sem er ákveðin grein af hagnýtri stærðfræði sem notar líkön til að finna góðar lausnir á flóknum vandamálum. Notuð verða útkallsgögn frá Neyðarlínu og íbúaþéttnitölur frá Hagstofu Íslands. Niðurstöður munu gera rannsakendum kleift að gera tillögur um staðsetningar á bækistöðvum fyrir þyrlur sem best mæta þörfum samfélagsins og stuðla að jöfnuði og jafnvel bættum horfum mikið veikra og slasaðra sjúklinga.
Björn hefur starfað sem fluglæknir nær óslitið frá árinu 1996, meðal annars á sjúkraþyrlum í Bandaríkjunum, sjúkraflugvélum á Íslandi og björgunarþyrlum í Noregi. Meðrannsakendur hans eru Kristrún María Björnsdóttir íþróttafræðingur, Sveinbjörn Dúason bráðatækir og viðskiptafræðingur og Dr. Ármann Ingólfsson, prófessor í aðgerðargreiningu (e. operations management) við University of Alberta School of Business.
Við óskum Birni og meðrannsakendum innilega til hamingju með styrkinn!