2. apríl 2024
2. apríl 2024
Útgáfa stafrænna veiðikorta hafin
Fyrstu stafrænu veiðikortin voru gefin út hjá Umhverfisstofnun í dag.
Umhverfisstofnun hóf í dag útgáfu á stafrænum veiðikortum sem hingað til hafa verið gefin út á plasti. Veiðikonan Harpa Hlín Þórðardóttir, sótti fyrsta stafræna veiðikortið að viðstöddum Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Sigrúnu Ágústsdóttur, forstjóra Umhverfisstofnunar. Einnig voru fulltrúar frá Skotveiðifélagi Íslands ásamt starfsfólki Stafræns Íslands viðstödd.
Í frétt á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að fjöldi skráðra veiðikorthafa er rétt tæplega 30.000 og að árlega endurnýja um 10-12 þúsund manns veiðikort sín.
Sækja má stafrænt veiðikort í gegn um mínar síður á Ísland.is og von bráðar einnig með Ísland.is appinu.