Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

7. október 2025

Útgáfa 7. október 2025

Stafrænt Ísland heldur áfram að þróa og bæta stafrænar lausnir með reglulegum uppfærslum á bæði kjarnaþjónustum og einstökum stafrænum þjónustum. Með nýjustu uppfærslunni kynnum við bæði nýja virkni og viðbætur og lagfæringar sem miða að því að auka öryggi, bæta notendaupplifun og einfalda þjónustuferla fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki.

Hér fyrir neðan förum við yfir helstu breytingar og nýjungar í þessari útgáfu, bæði hvað varðar kjarnaþjónustur Stafræns Íslands og sértæk verkefni.


Umsóknir

Lagfæringar

  • Könnun um hjónavígslu

    • Uppfærsla til að meðhöndla tvískráningu umsókna

  • Erfðafjárskýrsla

    • Útreikningar á samtölu uppfærðir og hvernig kommutölur eru meðhöndlaðar

  • Umsókn um ökuskírteini

    • Lagfæring á villu, staðfestingar email skilaði sér ekki til umsækjenda

  • Umsókn um grunnskóla

    • Uppfærslur á umsókn um grunnskóla, m.a. uppfæra stöðuvél

  • Umsókn um vegabréf

    • Lagfæringar

  • Sjúkra- og endurhæfingarlífeyrir

    • Uppfærslur á umsókn um sjúkra- og endurhæfingargreiðslur, m.a. viðvörunargluggum bætt við og staðfestingargögn uppfærð

  • Dánarbú

    • Slíta í sundur texta reiti í Contentful

  • Endurmat á brunabótamati

    • Uppfærsla og lagfæringar eftir ítarlegar prófanir

  • Uppsögn og riftun leigusamninga

    • Uppfærsla og lagfæringar eftir ítarlegar prófanir

  • Leigusamningur

    • lagfæringar á flæði út frá athugasemdum notenda

    • yfirferð á skilgreiningum á tegundum samninga

    • bæta við takmörkunun

    • bæta við umboðsmönnum

  • Umsóknarkerfi

    • Lagfæringar á ýmsum villum ss tengdum markdown birtingu, condition-virkni, stjörnumerkingum og myndanafni, auk þess að einfalda codegen-umsóknir og uppfæra date field vegna deprecation.

Nýtt

  • Umsókn um örorkulífeyri

    • Ný umsókn


Mínar síður

Lagfæringar

  • Heilsa

    • Bæta við “Hafa samband” hlekk fyrir Blóðbankann

  • Skírteini

    • generatePkPass föll tekin úr sambandi

  • Starfsleyfi

    • Tekið inn þýðingar fyrir starfsleyfi frá LSH

  • Ökutæki

    • Straumlínulagaðri beiðnir

    • Uppfærsla á “seinustu skráningu” gögnum

  • Forsíða

    • Efnis-flokka-Flekar á Mínum síðum gerðir dýnamískir


Ísland.is vefur

Lagfæringar

  • Stofnanasía í leitarniðurstöðum í leitarslá


Stjórnborð

Lagfæringar

  • Umsóknarkerfi

    • Birting samþykktaraðila í umsóknarsögu


Tilkynningar

Lagfæringar

  • Bætt við stuðningi við breytileg (dynamic) efnislínur í tölvupóstum og bætir villuprófanir fyrir hnipp-sniðmát.


Önnur verkefni

  • Meðmælendakerfi

    • Uppfærsla á Meðmælakerfi kosninga eftir prófanir

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.