8. október 2007
8. október 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október
Karl á fertugsaldri var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 15. október, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er grunaður um að hafa orðið karli á fimmtugsaldri að bana. Sá síðarnefndi fannst meðvitundarlaus og með mikla áverka á höfði í íbúð sinni við Hringbraut í Reykjavík í gær. Hann lést svo á sjúkrahúsi seint í gærkvöld.