Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. mars 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Úr umferðinni

Undanfarið hefur lögreglan stöðvað allmarga ökumenn sem voru að tala í síma án þess að notast við handfrjálsan búnað. Í gær og fyrradag voru t.a.m. nokkrir tugir ökumanna stöðvaðir vegna þessa en hinir sömu eiga 5.000 króna sekt yfir höfði sér. Lögreglan hvetur ökumenn til að láta af þessu í umferðinni, bæði til þess að koma í veg fyrir auka útgjöld og ekki síst til að stuðla að meira öryggi í umferðinni.