Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

3. febrúar 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Úr umferðinni

Tæplega 70 ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni í gærkvöld og nótt í umferðareftirliti lögreglunnar. Einn þeirra, karl á fimmtugsaldri, reyndist ölvaður við stýrið. Á sama tímabili voru tveir aðrir karlar, annar á þrítugsaldri en hinn á fertugsaldri, teknir við akstur annars staðar í borginni en þeir voru báðir undir áhrifum fíkniefna. Þá var 18 ára pilti gert að hætta akstri í Árbæ síðdegis í gær en sá hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.