29. apríl 2014
29. apríl 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Úr umferðinni
Tuttugu og tveir ökumenn, nítján karlar og þrjár konur, voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Á sama tímabili voru rúmlega sextíu ökumenn teknir fyrir hraðakstur í umdæminu, en lögreglan var víða við hraðamælingar. Þá var mikið um stöðubrot, en bara í og við Ásgarð í Garðabæ hafði lögreglan afskipti af nálægt 80 ökutækjum vegna þessa.