29. maí 2012
29. maí 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Úr umferðinni
Um sextíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu um hvítasunnuhelgina en í grófustu brotunum var ekið á 50-60 km hraða umfram leyfðan hámarkshraða. Þrír þessara ökumanna voru ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna en alls voru nítján teknir fyrir ölvunarakstur í umdæminu og þrettán fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.