Fara beint í efnið

12. júní 2023

Upplýsingar um strandveiðar og byggðakvóta

Ný síða um sérveiðar er nú komin í birtingu á gagnasíðum Fiskistofu.

fiskistofa byggðakvoti mynd

Á sérveiðasíðunni eru upplýsingar um strandveiðar, byggðakvóta, grásleppuréttindi og línuívilnun sem voru áður á gagnasíðum. Eftir sem áður er hægt að nota gagnasíðurnar til að skoða landanir og afla á sérveiðum eftir því sem við á.

Eins og með aðrar síður á nýjum vef Fiskistofu þá setur Fiskistofa fyrirvara um villur sem þar geta leynst og óskar eftir að ábendingar um villur eða það sem betur má fara séu sendar á fiskistofa@fiskistofa.is.