18. mars 2020
18. mars 2020
Þessi frétt er meira en árs gömul
Upplýsingar fyrir þá sem komast ekki til síns heima vegna niðurfelldra fluga vegna COVID-19
Vegna ítrekaðra fyrirspurna til lögreglu þykir rétt að árétta að:
· Ef þú ert á Íslandi á vegabréfsáritun (Schengen visa) og getur ekki farið aftur heim til þín áður en áritunin rennur út vegna þess að flugið þitt hefur verið fellt niður, þarftu að sækja um að dvelja lengur á landinu.
· Ef þú ert á Íslandi og ekki áritunarskyld(ur) og þú getur ekki farið aftur heim til þín áður en 90 daga heimildin til að vera á Schengen svæðinu rennur út vegna þess að flugið þitt hefur verið fellt niður, þarftu að sækja um að dvelja lengur á landinu.
· Ef þú ert á Íslandi með dvalarleyfi og getur ekki farið aftur heim til þín áður en dvalarleyfi rennur út vegna þess að flugið þitt hefur verið fellt niður, þarftu að sækja um að dvelja lengur á landinu ef þú ert áritunarskyldur.
· Í öllum tilvikum er sótt um framlengingu til Útlendingastofnunar.
Nánari upplýsingar má finna á vef Útlendingastofnunar www.utl.is og hér: https://utl.is/index.php/um-utlendingastofnun/frettir/1080-upplysingar-fyrir-tha-sem-komast-ekki-til-sins-heima-vegna-nidhurfelldra-fluga-vegna-covid-19