Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. október 2025

Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar

Vaktin er athygli á að foreldranámskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar er nú aðgengilegt foreldrum um allt land.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að fjalla um leiðir til að vera samtaka í uppeldinu og skapa æskileg uppeldisskilyrði. Markmiðið er að ýta undir færni sem líkleg er til að nýtast barninu til frambúðar. Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. Námskeiðin hafa verið haldin um árabil með góðum árangri. Námskeiðið er sérstaklega þróað fyrir foreldra barna á Íslandi, þar sem stuðst er við viðurkennd fræði og gagnreyndar aðferðir. Höfundar námskeiðsins eru Gyða Haraldsdóttir, doktor í sálfræði og Lone Jensen, þroskaþjálfi.

Við hvetjum þig til að nýta þér þetta frábæra tækifæri til að efla þig í foreldrahlutverkinu.

Nánar um námskeiðið

Hvert námskeið er samtals 8 klukkustundir sem dreifist á fjórar vikur. Kennt er einu sinni í viku í tvær klukkustundir í senn í gegnum fjarfundarlausn.

Yfirlit yfir næstu námskeið á íslensku:

  • Námskeið 1 verður kennt dagana 21. okt, 28. okt, 4.nóv og 11. nóv frá klukkan 19.30 - 21.30. Kennt verður í gegnum fjarfundarlausn.

  • Námskeið 2 verður kennt dagana 22. okt, 29. okt, 5.nóv og 12. nóv frá klukkan 19.30 - 21.30. Kennt verður í gegnum fjarfundarlausn.

  • Námskeið 3 verður kennt dagana 26. feb, 5. mars, 12.mars og 19. mars frá klukkan 19.30 - 21.30. Kennt verður í gegnum fjarfundarlausn.

Yfirlit yfir næstu námskeið á ensku.

  • Námskeið 4 Online cource (english version) will take place on January 14, January 21, January 28, and February 4 from 19:30 – 21:30. The course will be conducted in English via an online platform.

Báðir foreldrar eru hvattir til að sitja námskeiðið. Námskeiðsgjald á fjölskyldu er 10.000 kr. og námskeiðsgögn eru innifalin. / Both parents are encouraged to attend the course.The course fee per family is ISK 10,000, and course materials are included.

Smelltu hér til að skrá þig !