Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

10. júní 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ungur ökumaður á 149 km. hraða

Í sameiginlegu eftirliti lögreglunnar á Seyðisfirði og Eskifirði í gær laugardag var ungur ökumaður stöðvaður á Fagradal eftir að hafa verið mældur á 149 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Í framhaldinu var hann sviptur ökurétti til bráðabirgða. Ungi ökumaðurinn fékk ökuskírteini þegar hann varð 17 ára, nýverið, og var þetta í annað skiptið sem hann var tekinn fyrir of hraðan akstur.