30. ágúst 2018
30. ágúst 2018
Þessi frétt er meira en árs gömul
Unglingspiltur gaf sig fram
Núna fyrir hádegi mun verða tekin skýrsla af unglingspilti vegna rannsóknar lögreglu á árásum á ungar stúlkur í Garðabæ á síðustu dögum en drengurinn kom til lögreglu ásamt foreldrum sínum og gaf sig fram. Alls hefur lögregla haft fimm tilvik til rannsóknar og skoðar nú hvort drengurinn tengist þeim öllum.
Lögregla hefur lagt allt kapp á að upplýsa málið eins hratt og hægt er. Þar hafa upplýsingar frá almenningi skipt verulegu máli og vill lögregla þakka öllum þeim sem veitt hafa aðstoð við málið. Ekki er hægt að gefa frekari upplýsingar um málið á þessu stigi, enda rannsóknin á frumstigum.