Fara beint í efnið

27. ágúst 2024

Undirbúningur táknmálstúlka - Fræðigrein

Í maí síðastliðnum birtust tvær fræðigreinar eftir Hólmfríði Þóroddsdóttur, Fríðu, sem starfar hér á Samskiptamiðstöð. Greinarnar voru báðar unnar út frá Meistaraprófsverkefni hennar frá Háskóla Íslands og fjölluðu um undirbúning táknmálstúlka fyrir verkefni þeirra.

Fríða

Tímarit Hugvísindastofnunar, Ritið, birti fyrri grein Fríðu. Greinin fjallar almennt um undirbúning táknmálstúlka, en einnig er sérstaklega tekið fyrir hvernig táknmálstúlkar sinna þessum hluta starfs síns. Fram kemur að þau atriði sem helst þarf að hafa í huga við undirbúninginn eru málfræðileg atriði, umræðuefni, sérstök málsnið, raddtúlkun og aðstæður.

Greinina má sjá hér: Hvernig undirbúa táknmálstúlkar sig fyrir túlkaverkefni? | Ritið (hi.is)

Seinni greinina vann Fríða með leiðbeinanda sínum frá HÍ, Karen Rut Gísladóttur. Greinin birtist í bandarísku tímariti, Journal of Interpretation, og fjallaði um áhrif undirbúnings á gæði táknmálstúlkunar. Þar kemur í stuttu máli fram að túlkunin verður betri ef túlkar undirbúa sig fyrir verkefni sín.

Greinina má sjá hér: "The Effect of Preparation on the Quality of Sign Language Interpretation" by Hólmfríður Thóroddsdóttir and Karen Rut Gísladóttir (unf.edu)

Fríða hefur áður birt grein í „Ritinu“ sem er byggð á Meistaraverkefni hennar og auk þess haldið kynningar og fyrirlestra um efnið í háskólum og túlkafélögum hér á Íslandi og á Norðurlöndundum.