16. september 2009
16. september 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Undir áhrifum fíkniefna
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för tveggja ökumanna í umdæminu í gærkvöld og nótt sem báðir voru undir áhrifum fíkniefna en annar þeirra var jafnframt með fíkniefni í fórum sínum. Um var að ræða tvo pilta um tvítugt og var annar stöðvaður í Breiðholti en hinn í Kópavogi. Sá sem var tekinn í Breiðholti hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.