Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

15. júní 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umsóknarfrestur liðinn

Umsóknarfresti um nám við Lögregluskóla ríkisins fyrir árið 2007 lauk þann 9. júní sl. Alls bárust umsóknir frá 115 einstaklingum, 77 körlum og 38 konum.

Valnefnd skólans vinnur nú að mati umsókna og reiknað er með að umsækjendur fái svarbréf um næstu mánaðamót. Í því bréfi verða upplýsingar um hvort umsókn sé gild og upplýsingar til þeirra sem hafa gilda umsókn, hvenær þeir eigi að mæta til inntökuprófa.