Fara beint í efnið

27. apríl 2021

Umsókn um samstarf við Stafrænt Ísland

Eftir að Stafrænt Ísland verkefnið fór af stað, hafa hinar ýmsu opinberu stofnanir átt í viðræðum við Stafrænt Ísland varðandi framtíð þeirra í stafrænni þróun. Markmiðið með þessari umsókn var að koma upp stöðluðu ferli sem hægt væri að beina stofnunum á sem væru tilbúnar að taka næsta skref í stafrænni vegferð.

Opin gögn á Íslandi

Eftir að Stafrænt Ísland verkefnið fór af stað, hafa hinar ýmsu opinberu stofnanir átt í viðræðum við Stafrænt Ísland varðandi framtíð þeirra í stafrænni þróun. Markmiðið með þessari umsókn var að koma upp stöðluðu ferli sem hægt væri að beina stofnunum á sem væru tilbúnar að taka næsta skref í stafrænni vegferð.

Aðeins um verkefnið


Helsta áskorunin var að passa að munurinn á spurningum í umsókninni væri skýr, svo að notendur ættu auðvelt með að átta sig á hverju þyrfti að svara í hverri spurningu fyrir sig.


Ávinningur Stafræns Íslands: Stafrænt Ísland fær allar fyrirspurnir um samstarfsverkefni á stöðluðu formi og á sama stað. Með því að setja fyrirspurnina upp í nýja umsóknakerfinu sýnir Stafrænt Ísland fram á kosti þessarar vegferðar.

Ávinningur fyrir stofnanir: Þær stofnanir sem sækja um samstarf hafa aðgang að stöðluðu ferli þar sem skýrt er hvaða upplýsingar þurfa að koma fram til að verkefnið geti farið af stað.

Hér er hægt að skoða umsóknina um samstarf við Stafrænt Ísland

Verkefnið var unnið af þróunarteyminu Sendiráðið í samstarfi við Stafrænt Ísland.