28. desember 2021
28. desember 2021
Umsókn um listabókstaf
Umsókn fyrir ný stjórnmálasamtök sem ekki hafa fengið úthlutaðan listabókstaf.
Stjórnmálasamtök sækja um listabókstaf sem óskað er eftir og fá upplýsingar um hvaða bókstafir eru þegar í notkun. Safna þarf meðmælum með umsókninnni sem hægt er að gera rafrænt. Dómsmálaráðuneytið fær umsóknina og metur hvort stafur sé samþykktur.
Áskorun:
Reglur um úthlutun listabókstafs eru flóknar og stundum matskenndar sem erfitt er að byggja inn í rafrænt ferli.
Ávinningur:
Búinn var til gagnagrunnur fyrir alla skráða listabókstafi sem auðveldar söfnun meðmæla fyrir listabókstafi.
Þjónustueigandi / samstarfsaðili:
Stafrænt Ísland
Dómsmálaráðuneytið
Landskjörstjórn
Þjóðskrá Íslands
Þróunarteymi:
Júní