Fara beint í efnið

1. apríl 2022

Umsókn um byggðakvóta 2021/2022 (6)

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 995/2021 og auglýsingu nr. 381/2022 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022.

Fiskistofa logo

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 995/2021  og auglýsingu nr. 381/2022 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022.

Auglýst er eftir umsóknum fyrir:

Blönduós                    Flateyri                      Hnífsdal                     Ísafjörð         

Suðureyri                  Þingeyri                     Drangsnes                  Bakkafjörð

Þórshöfn                    Kópasker                   Raufarhöfn                Skagaströnd

Þorlákshöfn              Stykkishólm              Seyðisfjörð                Borgarfjörð Eystri

Vopnafjörð


Umsóknargátt fyrir byggðakvóta

Eyðublað fyrirstaðfestingu á vinnslusamning

Leiðbeiningar:

Sækja skal um byggðakvóta í gegnum gáttina  hér að ofan.  Til þess að opna umsóknareyðublaðið þarf að nota kennitölu og íslykil  útgerðarinnar. Fylla skal út allar upplýsingar sem beðið er um. 

Staðfesting á samningi um vinnslu afla skal vera undirritaður og staðfestur af sveitarfélagi.

Staðfestingu á vinnslusamningi skal skila sem fylgiskjali í umsóknargátt á sama tíma og sótt er um byggðakvóta.


Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi þar sem við á.


Útgerðir eru beðnar að huga sérstaklega að því að skip verður að hafa gilt veiðileyfi við lok umsóknarfrests.

Nánari upplýsingar 


Umsókn og vinnslusamning er skilað í gegnum rafrænu umsóknargáttina. 
Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2022