25. maí 2022
25. maí 2022
Umframafli á strandveiðum
Afli umfram 650 kg af slægðum afla í þorskígildum telst umframafli og sætir gjaldi samkvæmt reglum
Á strandveiðum má hver bátur landa að hámarki 650 kg. af slægðum afla í þorskígildum talið í hverri veiðiferð. Strandveiðiafli umfram það magn telst umframafli og sætir gjaldi samkvæmt reglum þar um. Undantekning er þó ef ufsa er landað sem strandveiðiafla í verkefnasjóð reiknast ekki til strandveiðiafla. Skipstjóri ber ábyrgð á því að skráning á hafnarvog sé rétt, ufsi sem ekki er merktur sem strandveiðiafli í verkefnasjóð reiknast eins og annar bolfiskur.
Fiskistofa hefur útbúið gagnvirka skýrslu fyrir umframafla á strandveiðum. Í þessu yfirliti er einungis um að ræða umframaflatölur í strandveiðum árið 2022.
Skýrsla - umframafli á strandveiðum
Framangreindar upplýsingar eru birtar með þeim fyrirvara að skráning á hafnarvog sé lokið. Telji skipstjóri um ranga skráningu að ræða þá ber honum að biðja viðkomandi höfn um leiðréttingu.
Hér má sjá leiðbeiningar um skýrsluna
Hægt er að senda athugasemdir á fiskistofa@fiskistofa.is