Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. júní 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umferðin um hvítasunnuhelgina

Hafi einhverjum þótt umferðin út úr borginni vera mikil um hvítasunnuhelgina, og mun meiri en í fyrra, hafa hinir sömu rétt fyrir sér eins og lesa má um á heimasíðu Vegagerðarinnar, en þetta á bæði við um Hellisheiði og Hvalfjarðargöng. Mikil umferð kann að pirra einhverja, en þá er bara að draga djúpt andann og slaka á. Við slíkar aðstæður er líka gott að hafa tónlist við höndina, en við mælum sérstaklega með Lögreglukórnum sem tekst iðulega að koma öllum í gott skap!

Heimasíða Vegagerðarinnar