Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

29. desember 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu

Þrátt fyrir mikinn snjó á höfuðborgarsvæðinu hefur umferðin í dag gengið bærilega. Reyndar rákust saman tveir strætisvagnar á Laugavegi um hálftvöleytið og var farþegi úr öðrum þeirra fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Um klukkutíma síðar fór bíll út af Vesturlandsvegi, nærri Leirvogsá, og valt. Tvær konur voru í bílnum en talið er að þær hafi sloppið ómeiddar. Umferð um stofnbrautir gengur annars ágætlega og langflestir ökumenn stilla hraðanum í hóf og aka í samræmi við aðstæður.