Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. maí 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umferðarslys – vitni óskast

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu í Reykjavík laust fyrir klukkan sjö fimmtudagskvöldið 5. maí. Þar rákust saman svartur Volkswagen Polo og ljósbrún Toyota RAV4 en ökumönnum þeirra ber ekki saman um stöðu umferðaljósa. Sá á Volkswagen-bílnum var á leið vestur Hringbraut en ökumaður Toyotunnar ók Njarðargötu í norðurátt. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Talsverðar skemmdir urðu á bílunum. Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

Frá gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu.

Bílarnir voru óökufærir eftir áreksturinn.