Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. febrúar 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umferðarslys – vitni óskast

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Reykjanesbraut í Garðabæ í gærmorgun, þriðjudaginn 31. janúar. Tilkynning um slysið barst kl. 8.21, en það varð á móts við IKEA þar sem rákust saman þrjár bifreiðar. Talið er að ein þeirra hafi bilað og stöðvast og ökumenn sem á eftir komu ekki náð að bregðast við í tæka tíð. Tveir ökumannanna voru fluttir á slysadeild, en allar bifreiðirnar voru fjarlægðar af vettvangi með dráttarbíl.

Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið SaevarG@lrh.is