Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

26. febrúar 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umferðarslys – vitni óskast

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu í Reykjavík föstudaginn 20. febrúar, en tilkynning um áreksturinn barst kl. 13.23. Þar rákust saman brúnn Renault Megane Scenic og hvítur Skoda Octavia, en ökumönnunum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa. Renault-bifreiðinni var ekið austur Hringbraut og Skodanum eftir Njarðargötu, en ökumaður síðarnefnda bílsins hugðist beygja inn á Hringbraut á gatnamótunum. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið gudmundur.sigmundsson@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Frá vettvangi á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu.