Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. ágúst 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umferðarslys á Suðurlandsvegi við Hrífunes

Fyrr í dag varð alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi skammt frá Hrífunesi í Vestur Skaftafellsýslu. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að tveir köstuðust út úr bifreiðinni. Tveir eru látnir og eru þyrlur LHG eru að flytja aðra tvo á sjúkrahús í Reykjavík og er annar þeirra alvarlega slasaður, en fjórir voru í bifreiðinni.

Suðurlandsvegur er lokaður og umferð beint um hjáleið um Meðalland. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en lögreglumenn, sjúkraflutningamenn og björgunarsveitir eru við störf á vettvangi.