Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. september 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu

Í síðustu viku lést einn vegfarandi og annar slasaðist í tveimur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 10. – 16. september, en alls var tilkynnt um 35 umferðaróhöpp í umdæminu.

Sunnudaginn 10. september kl. 2.53 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar í Garðabæ. Í aðdragandanum var báðum bifreiðunum ekið um Hafnarfjarðarveg, annarri í norður en hinni í suður. Ökumaður þeirrar síðarnefndu hugðist taka vinstri beygju og aka síðan austur Vífilsstaðaveg þegar árekstur varð. Ágreiningur er um stöðu umferðarljósa þegar áreksturinn varð. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Miðvikudaginn 13. september lést karlmaður á fertugsaldri í umferðarslysi á mótum Lækjargötu og Vonarstrætis í Reykjavík. Þar varð árekstur sendibifreiðar og vinnuvélar/lyftara, en tilkynning um slysið barst kl. 13.23. Ökumaður bifreiðarinnar var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.