Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. febrúar 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu

Í síðustu viku slasaðist einn vegfarandi í umferðarslysi á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 27. janúar – 2. febrúar.

Föstudaginn 1. febrúar kl. 11 var bifreið ekið norður Reykjanesbraut, utan í vegrið gegnt Vífilsstöðum og síðan utan í bifreið, sem var ekið samhliða henni norður brautina. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla.