29. október 2025
29. október 2025
Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu
Dagana 12. til 25. október slösuðust átján vegfarendur í fimmtán umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu, en alls var tilkynnt um 76 umferðaróhöpp í umdæminu á umræddu tímabili.

12.10 2025
Kl. 1.16 var bifreið ekið á gangandi vegfaranda í Ingólfsstræti í Reykjavík. Hann var fluttur á slysadeild. Og kl. 15.15 féll ökumaður af rafhlaupahjóli á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.
16.10 2025
Kl. 10.04 féll ökumaður af rafhlaupahjóli á Háaleitisbraut í Reykjavík, við Skipholt. Í aðdragandanum læstist framhjólið skyndilega. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
17.10 2025
Kl. 14.15 var bifreið ekið suðvestur Hafnarfjarðarveg í Garðabæ, á gatnamótum við Lyngás, og aftan á aðra bifreið á rauðu ljósi. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Og kl. 21.37 var rafhlaupahjóli ekið á kyrrstæða bifreið í Reykjastræti í Reykjavík, við Geirsgötu. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.
19.10 2025
Kl. 3.22 féll ökumaður af rafhlaupahljóli í Lækjargötu í Reykjavík, við Tryggvagötu. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.
21.10 2025
Kl. 8.37 var bifreið ekið suður Fannafold í Reykjavík, á gatnamótum við Fjallkonuveg, og á reiðhjól sem var hjólað inn á götuna af gangstíg. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Ökumaðurinn hafði þegar verið sviptur ökuréttindum. Og kl. 16.34 var bifreið ekið á gangandi vegfaranda á ómerktri gönguþverun í Álfabakka í Reykjavík, Mjóddinni. Hann var fluttur á slysadeild. Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöð þar sem ökuréttindi hans var afturkölluð.
23.10 2025
Kl. 12.45 var bifreið ekið á reiðhjól í Hæðarsmára í Kópavogi, við bílaapótek. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 14.38 var bifreið ekið á rafhlaupahjól á gangbraut á Fiskislóð í Reykjavík, við Bónus. Ökumaður rafhlaupahjólsins var fluttur á slysadeild.
24.10 2025
Kl. 7.38 var bifreið ekið suður Reykjanesbraut í Reykjavík, við Stekkjarbakka, og aftan á aðra bifreið á sömu leið. Sú var kyrrstæð vegna bilunar á hægri akrein og hafði ökumaðurinn hennar, sem var fluttur á slysadeild, kveikt viðvörunarljós. Ökumaður aftari bifreiðarinnar er grunaður um fíkniefnaakstur og hafði þegar verið sviptur ökuréttindum. Kl. 12.57 var bifreið ekið á gangandi vegfaranda á gatnamótum Flókagötu og Snorrabrautar í Reykjavík. Ökumaðurinn og vegfarandinn, sem var fluttur á slysadeild, fóru báðir yfir á grænu ljósi, en sá síðarnefndi er ávallt í rétti við þær aðstæður. Og kl. 14.11 féll ökumaður af rafhlaupahjóli á Barónsstíg í Reykjavík. Hann var fluttur á slysadeild.
25.10 2025
Kl. 11.59 var bifreið ekið á höggdeyfi (árekstrarpúða) á Straumsvegi í Reykjavík, við N1 á Vesturlandsvegi. Hálka og snjókoma var á vettvangi. Fjórir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 12.12 var bifreið ekið aftan á kyrrstæða bifreið á rauðu ljósi á Bústaðavegi í Reykjavík, norðan Háaleitisbrautar. Hálka var á vettvangi. Einn var fluttur á slysadeild.