25. nóvember 2025
25. nóvember 2025
Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu
Dagana 9. til 22. nóvember slösuðust fimmtán vegfarendur í tólf umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu, en alls var tilkynnt um 63 umferðaróhöpp í umdæminu á umræddu tímabili.

11.11 2025
Kl. 13.53 var bifreið ekið utan í tvo vegfarendur á gangbraut á Reykjavegi í Reykjavík, við Kirkjuteig. Sjúkrabíll kom á vettvang, en ekki reyndist þörf á að flytja vegfarendurna á slysadeild. Ökumaðurinn sagði sólina hafa blindað honum sýn í aðdragandanum.
12.11 2025
Kl. 20.20 féll maður af reiðhjóli á Laugavegi í Reykjavík. Hann var fluttur á slysadeild.
13.11 2025
Kl. 12.28 var bifreið ekið aftan á kyrrstæðan strætisvagn við biðskýli til norðurs á Vesturlandsvegi í Reykjavík, við Úlfarsá. Rannsókn málsins beinist m.a. að því hvort stýrisbúnaður bifreiðarinnar hafi bilað. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
14.11 2025
Kl. 12.46 varð þriggja bíla aftanákeyrsla til vesturs á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ, við Lækjarfit. Fremsta bifreiðin var kyrrstæð á rauðu ljósi á gatnamótunum þegar miðjubifreiðin ók á hana. Við það kastaðist síðarnefnda bifreiðin aftur á bak og á öftustu bifreiðina sem var þegar orðin kyrrstæð. Tveir ökumannanna voru fluttir á slysadeild.
Kl. 17.06 féll ökumaður af rafhlaupahjóli á Suðurlandsbraut í Reykjavík, við veitingastaðinn Metro. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.
15.11 2025
Kl. 17.49 féll ökumaður af rafhlaupahjóli á gangstétt í Laufengi í Reykjavík. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.
16.11 2025
Kl. 3.32 var bifreið ekið á ljósastaur á Hringhellu í Hafnarfirði, við Furu málmendurvinnslu. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.
17.11 2025
Kl. 22.20 var bifreið ekið aftan á kyrrstæða bifreið á Suðurlandsbraut í Reykjavík. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
18.11 2025
Kl. 13.01 var bifreið ekið á gangandi vegfaranda á gangbraut á Strandgötu í Hafnarfirði, við Flensborgartorg. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild. Ökumaðurinn sagði sólina hafa blindað honum sýn í aðdragandanum.
21.11 2025
Kl. 10.17 valt ferðaþjónustubifreið á Nesjavallaleið í Mosfellsbæ, við Eiturhól. Hálka var á vettvangi, en vegurinn er lokaður á þessum árstíma. Einn var fluttur á slysadeild.
Kl. 10.46 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Lækjarfitjar í Garðabæ. Rannsókn málsins beinist m.a. að því hvort annar ökumannanna hafi ekið gegn rauðu ljósi. Tveir voru fluttir á slysadeild.
Kl. 19.36 var bifreið ekið á vegrið við Sæbraut í Reykjavík, norðan Dalbrautar, í kjölfar eftirfarar lögreglu, en sama dag hafði ökumaðurinn enn fremur verið stöðvaður vegna ölvunaraksturs. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.