12. nóvember 2025
12. nóvember 2025
Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu
Dagana 26. október til 8. nóvember slösuðust sautján vegfarendur í þrettán umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu, en alls var tilkynnt um 79 umferðaróhöpp í umdæminu á umræddu tímabili.

26.10 2025
Kl. 9.10 féll ökumaður af rafhlaupahjóli á Gullinbrú í Reykjavík. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.
28.10 2025
Kl. 15.04 var bifreið ekið aftan á kyrrstæða bifreið á Strandvegi í Reykjavík, við Dofraborgir. Fremri bifreiðin hafði verið skilin eftir vegna mikillar ófærðar á höfuðborgarsvæðinu. Ökumaður aftari bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Og kl. 19.51 var bifreið ekið á ljósastaur á Hallsvegi í Reykjavík, vestan Gullinbrúar. Hálka og þæfingur var á vettvangi. Þrír voru fluttir á slysadeild.
30.10 2025
Kl. 6.43 hafnaði bifreið á staur á Höfðabakka í Reykjavík, við Vesturhóla. Hálka og ófærð var á vettvangi. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Kl. 12.59 varð tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut í Reykjavík, við Álfabakka. Þeim var ekið í sömu átt, en árekstur varð þegar önnur bifreiðin var að skipta um akrein og fór þá í veg fyrir hina. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild. Og kl. 18.25 varð tveggja bíla árekstur á Hringhellu í Hafnarfirði. Þeim var ekið úr gagnstæðri átt, en í aðdragandanum rann önnur bifreiðin yfir á öfugan vegarhelming svo árekstur varð með þeim. Hálka var á vettvangi. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.
1.11 2025
Kl. 15.11 féll ökumaður af rafhlaupahjóli á Sæmundargötu í Reykjavík, við Háskóla Íslands. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.
2.11 2025
Kl. 3.44 féll ökumaður af rafhlaupahjóli á Eiríksgötu í Reykjavík, við Þorfinnsgötu. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.
3.11 2025
Kl. 11.49 var bifreið ekið á kyrrstæða sorphirðubifreið við gatnamót Suðurbrautar og Hvaleyrarbrautar í Hafnarfirði. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Kl. 13.03 var bifreið ekið á kyrrstæða og mannlausa bifreið á bifreiðastæði IKEA í Garðabæ, í Kauptúni. Í öryggismyndavélum mátti sjá að bifreiðinni var ekið hratt og ógætilega í aðdragandanum. Þrír voru fluttir á slysadeild. Og kl. 17.23 féll maður af reiðhjóli á Túngötu í Reykjavík, við Landakot. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um fíkniefnaneyslu, var fluttur á slysadeild.
4.11 2025
Kl. 9.46 féll ökumaður af rafhlaupahjóli á Kalkofnsvegi í Reykjavík, við Faxagötu. Hann var fluttur á slysadeild.
7.11 2025
Kl. 18.57 var bifreið ekið aftan á aðra bifreið í Mímisbrunni í Reykjavík, við Lambhagaveg. Fremri bifreiðin hafði stöðvað við biðskyldumerki í aðdragandanum. Einn var fluttur á slysadeild.