29. desember 2013
29. desember 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
Umferðarslys á Hellisheiði
Kl. 15:42 varð alvarlegt umferðarslys á Þjóðvegi nr. 1 um Hellisheiði þar sem tveir fólksbílar sem ekið var úr gagnstæðum áttum skullu saman. Í öðrum bílnum var voru 2 farþegar með ökumanni og eru meiðsl þeirra ekki tali alvarleg. Í hinum bílnum var ökumaður einn á ferð og er hann alvarlega slasaður. Á vettvangi er hvasst og skafrenningur og skyggni takmarkað á köflum. Lögregla er enn við störf þar ásamt sérfræðingum sem kallaðir hafa verið til og má búast við að vegurinn verði lokaður enn um sinn.
Umferð er beint um Þrengslaveg. Þar er hvasst og lágarenningur en færð annars góð.