Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. júlí 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umferðarslys á Gullinbrú

Harður árekstur varð á Gullinbrú um kl. 13:40 síðastliðinn föstudag. Ökumaður á leið suður Gullinbrú missti þá stjórn á ökutæki sínu sem fór í hliðarkskriði yfir á akbraut fyrir umferð úr gagnstæðri átt og lenti þar framan á ökutæki sem ekið var til norðurs.

Þrír voru fluttir á slysadeild. Kona á sjötugsaldri sem var farþegi í bifreiðinni sem ekið var á, er talin alvarlega slösuð. Hún var lögð inn á gjörgæslu við komu á slysadeild.

Slysið er rakið til hraðaksturs ökumanns á leið suður Gullinbrú. Ökumaður þeirrar bifreiðar er 17 ára gamall og fékk ökuskírteini þremur dögum fyrir slysið. Málið er í rannsókn.