Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. september 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umferðarslys

Klukkan 16:56 í dag barst tilkynning til lögreglu um að maður hafi fallið af bifhjóli á Skólavegi á Fáskrúðsfirði.

Í ljós kom að maður um þrítugt hafi fallið af bifhjóli þar sem hann ók hjólinu austur Skólaveg.

Ökumaður slasaðist alvarlega og var fluttur með sjúkrabifreið á flugvöll á Egilsstöðum, þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann var lagður inn á LHS.

Ekki er vitað frekar um líðan hans að svo stöddu.

Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði og ekki frekari upplýsingar að hafa.