Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. september 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umferðaróhöpp á Suðurnesjum

Bifreið sem lagt hafði verið í bifreiðastæði í Keflavík í gærkvöld lagði óvænt af stað og rann aftur á bak út úr stæðinu, norður Hafnargötu þar sem hún fór þversum á götunni og hafnaði á annarri bifreið sem var kyrrstæð og mannlaus í nokkurri fjarlægð. Lítils háttar skemmdir urðu á báðum bifreiðunum en ekki urðu aðrar afleiðingar af ferðalagi þeirrar fyrrnefndu.

Þá varð árekstur á Reykjanesbraut nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar erlendur ferðamaður stöðvaði bifreið sína á veginum og annar ók aftan á hana. Töluverðar skemmdir urðu á bifreiðunum og var önnur þeirra óökuhæf eftir óhappið. Ekki urðu slys á fólki.