Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

31. janúar 2017

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umferðaróhöpp á Suðurnesjum

Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum síðustu daga. Ökumaður velti bifreið sinni á Reykjanesbraut við Vogaveg og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þá lentu þrír bílar í árekstri á Norðurljósavegi. Engin slys urðu á fólki. Tveir ökumenn óku á ljósastaura á Flugvallarbraut og Njarðarbraut og vinnuvél og bifreið lentu í árekstri á flughlaði á Keflavíkurflugvelli. Ökumaður bifreiðarinnar fékk skurð á höfuð við óhappið.