15. febrúar 2011
15. febrúar 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu
Allnokkur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær og fram eftir kvöldi. Flest þeirra má rekja til hálku sem myndaðist í umdæminu, ekki síst í úthverfum. Eftir því sem næst verður komist voru meiðsli á fólki minniháttar en eignatjón talsvert í einhverjum tilvikum. Þótt veðurútlitið sé nú ágætt eru ökumenn hvattir til að aka varlega enda getur hálkan verið lúmsk.
Hálkan gerði ökumönnum erfitt fyrir.