30. janúar 2020
30. janúar 2020
Þessi frétt er meira en árs gömul
Umferðaróhapp – vitni óskast
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Stekkjarbakka og Stekkjarbakka föstudagsmorguninn 17. janúar kl. 7.15. Þar rákust saman rauð Toyota Hiace sendibifreið og rauð Mazda CX-3, en ökumönnunum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa. Toyotunni var ekið inn á gatnamótin í norðurátt en Mözdunni vestur Stekkjarbakka þegar áreksturinn varð.
Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið heimir@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.