11. janúar 2018
11. janúar 2018
Þessi frétt er meira en árs gömul
Umferðaróhapp – vitni óskast
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Borgartúns/Sundlaugavegar í gær, miðvikudaginn 10. janúar, en tilkynning um áreksturinn barst kl. 18.17. Þar rákust saman Subaru Legacy og Mazda CX-5, en ökumönnunum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa. Subaru-bifreiðinni var ekið norður Kringlumýrarbraut og Mözdunni austur Borgartún, en ökumaður hennar hugðist aka yfir gatnamótin og austur Sundlaugaveg þegar áreksturinn varð.
Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið gudmundur.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.