Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

13. júní 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umferðaróhapp – vitni óskast

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á bifreiðastæði á Ægisgarði, á milli veitingastaðanna Casa Grande og Hamborgarabúllunnar, miðvikudagskvöldið 8. júní á tímabilinu frá kl. 19.15 – 19.45. Þar var ekið á kyrrstæða, hvíta Toyotu Yaris. Svo virðist sem tjónvaldurinn hafi skilið eftir miða á vettvangi, en því miður voru upplýsingarnar á honum óljósar, bæði er varðar nafn meints tjónþola og símanúmer hans. Ökumaðurinn, sem olli tjóninu, er því hvattur til að gefa sig fram.

Þeir sem urðu vitni að árekstrinum, eða geta veitt upplýsingar um málið, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á skrifstofutíma í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið rafn.gudmundsson@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.