Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

28. mars 2017

Þessi frétt er meira en árs gömul

Umferðareftirlit við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Lögreglan á Suðurnesjum hélt um helgina uppi eftirliti á Reykjanesbraut, skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, til að athuga ástand ökumanna og ekki síður til að árétta notkun ljósabúnaðar. Nokkur fjöldi bifreiða sem voru á leið frá flugstöðinni var stöðvaður. Voru þar meðal annars á ferðinni allmargir erlendir ferðamenn sem greinilega kunnu ekki að stilla ljósin á bifreiðunum sem þeir óku svo fullnægjandi væri. Þeir voru teknir í örstutta kennslustund til að auka öryggi þeirra sjálfra og annarra í umferðinni.